Samkaup hluthafafundur
Samkaup hluthafafundur

Fréttir

Þjálfarastyrkir verði hækkaðir og meiri stuðningur til íþrótta
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 10. júlí 2025 kl. 06:54

Þjálfarastyrkir verði hækkaðir og meiri stuðningur til íþrótta

„Markmið okkar sveitarfélags snúa að því að setja börnin okkar í fyrsta sæti en íþróttir eru ómetanlegur þáttur í uppeldi barna og ungmenna í sveitarfélaginu,“ segir í bókun meirihluta bæjarráðs Reykjanesbæjar á fundi þess nýlega en þar er einnig tekið undir hvatningu íþrótta- og tómstundaráðs um að veita þurfi meira fjármagni í íþróttir.

Úr bókun meirihluta bæjarráðs: „Á nýliðnum fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar tók ráðið fram mikilvægi þessa að hækka þjálfarastyrki til íþróttafélaganna vegna verulegrar fjölgunar iðkenda ásamt því að mikilvægt væri að styðja við fagmennsku og rekstrarlegan stöðugleika innan íþróttahreyfingarinnar.

Að sama skapi lagði ráðið ríka áherslu á að fjárhagsrammi málaflokksins verði aukinn. Fjárhagsrammi íþrótta- og tómstundamála er á árinu alls 2,2 milljarðar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Meirihluti bæjarráðs þakkar fyrir áherslur íþrótta- og tómstundaráðs og mun taka þessar áskoranir, ásamt öðrum í vinnslu í haust fyrir fjárhagsáætlun næsta árs.“ 

Minnihluti bæjarráðs, Sjálfstæðisflokkur og Umbót tóku einnig undir bókun íþrótta- og tómstundaráðs.

„Sjálfstæðisflokkur og Umbót taka undir bókun íþrótta-,tómstunda- og lýðheilsumála 2026 þar sem lögð er rík áhersla á að fjárhagsrammi málaflokksins verði aukinn og hvatt til að leitast verði við að nálgast meðaltal þess fjármagns sem sambærileg sveitarfélög verja til íþrótta- og tómstundamála.“