Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Vitadagar - bæjarhátíð í Suðurnesjabæ hefst 25. ágúst
Meðal dagskrárliða á Vitadögum er erindi á Kaffi Golu um Jamestown strandið.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. ágúst 2025 kl. 09:39

Vitadagar - bæjarhátíð í Suðurnesjabæ hefst 25. ágúst

Vitadagar - bæjarhátíð Suðurnesjabæjar hefst á mánudaginn 25. ágúst en fjölbreytt dagskrá verður í Garði og Sandgerði út vikuna.

Á fyrsta degi verður boðið upp á eftirmiðdagskaffi eldri borgara á Kaffi Golu á Hvalsnesi. Þar mun Halldór Svavarsson, höfundur bókarinnar um Jamestown strandið flytja fyrirlestur um þetta merkilega skipsstrand við Hafnir fyrir meira en öld síðan.

Á bókasafninu verður fjölskylduquiz kl.16.20 og kl. 19 veður litaganga frá Þekkingarsetrinu í Sandgerði kl. 18:15 að golfskálanum. Kjördbúðin býður í grill og kjötsúpa verður frá Skólamat. Kósýbandið spilar vel valin lög.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Síðan taka við flottir dagskrárliðir næstu daga en á þriðjjudag verður söngur í Miðhúsum kl. 14:30, sandkastalagerð í Garðskagafjöru og Vitahlaupið verður síðan kl. 18. Þá verður prjónakaffi í Auðarstofu og deginum lýkur síðan með pottakvöldi í sundlauginni í Sandgerði kl. 20-22. Þar verða veitt verðlaun fyrir litríkasta sundfatnaðinn. Aldurstakmark er 20 ár. 

Fjölbreytta dagskrá má sjá hér.