Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Mikill áhugi á lúxusíbúðum við sjávarsíðuna
Fjölmargir komu á opið hús í Pósthússtræti 9 og nú er efnt til annarar sýningar næsta laugardag. Hér má sjá inn í eina af lúxusíbúðunum á efri hæðum fjölbýlishússins. Útsýnið er glæsilegt úr íbúðinni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. ágúst 2025 kl. 06:00

Mikill áhugi á lúxusíbúðum við sjávarsíðuna

Íbúum við Pósthússtræti í Keflavík fjölgar Margir mættu til að skoða.

„Aðsóknin var langt umfram væntingar í ljósi stöðunnar á fasteignamarkaðinum sem var mjög ánægjulegt. Við ætlum því að efna til annarrar sýningar næsta laugardag og sýna enn meira af húsinu,“ segir Brynjar Guðlaugsson, fasteignasali á Stuðlabergi en fjölmargir komu að skoða íbúðir í nýju fjölbýlishúsi sem Reykjanes Investment er að ljúka byggingu á við Pósthússtræti 9 í Keflavík.

Pósthússtræti 7 og 9 í Keflavík.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Fjölbýlishúsið við Pósthússtræti 7, fyrra húsið af tveimur seldist sem frægt er, áður en það var auglýst. Brynjar segir að grunngæðin séu þau sömu í húsunum við Pósthússtræti 7 og 9. Þar er hægt að nefna meiri lofthæð, þrefalt gler, loftskiptikerfi sem er nýjung og gæði innréttinga og tækja. Í húsinu sem er nú í söluferli sé farið enn lengra í gæðum innréttinga og tækja.

„Það má segja að í þessum húsum sé stigið enn lengra skref í að bjóða lúxusíbúðir með útsýni og miklum gæðum. Kaupendahópurinn er enda fólk á miðjum aldri og eldra og þetta eru íbúðir sem eru hugsaðar fyrir þann markhóp. Fólk sem er að flytja úr einbýlishúsum sínum, vill komast í nýja og minni eign og leyfa sér meiri lúxus og gæði,“ segir Brynjar.

Eftir sýninguna síðasta laugardag seldust þrjár íbúðir en fram að því höfðu 19 af 33 íbúðum selst. Það séu því tólf íbúðir enn lausar og margar af þeim eru á efri hæðum hússins sem Brynjar segir að fari yfirleitt fyrst í fjölbýlishúsum. Þær séu þó dýrari og gæti haft eitthvað segja en fermetraverð í Pósthússtræti 9 er líklega það hæsta sem hefur verið í boði á Suðurnesjum.

„Það var gaman að hitta fólk hér síðasta laugardag og við ætlum því að bjóða upp á aðra sýningu næsta laugardag kl. 11-13 og vonumst að sjá sem flesta.“