Sprenging og eldur við úrgangsþjöppun hjá Kölku
Í morgun klukkan 08:24 barst Brunavörnum Suðurnesja útkall að endurvinnslustöð Kölku í Reykjanesbæ. Þar hafði orðið sprenging þegar verið var að þjappa járnaúrgang í gám.
Við sprenginguna kviknaði eldur en engin slys urðu á fólki. Slökkvistarfið tók um eina klukkustund og við það fóru til notkunar 2.600 lítrar af vatni og 10 lítrar af One Seven slökkvifroðu.
Brunavarnir Suðurnesja birtu myndir af vettvangi sem sýna aðgerðir slökkviliðsins við að ráða niðurlögum eldsins.