Ert þú frumkvöðull á Suðurnesjum?
Leitað er eftir þátttakendum í nýsköpunarhraðalinn Startup Landið sem haldinn verður í fyrsta sinn í september og er umsóknarfrestur til 31. ágúst n.k.
Startup Landið er samvinnuverkefni landshlutasamtakanna en þar er lögð áhersla á nýsköpun á landsbyggðinni.
Þar getur þú þróað hugmynd þína og vörur, lært um rekstur fyrirtækja, markaðssetningu, undirbúið fjármögnun og margt fleira. Við aðstoðum þátttakendur að komast lengra með sín verkefni en hraðlinum lýkur á fjárfestahátíð á Norðurlandi.
Við hvetjum sprota á Suðurnesjum til þess að sækja um þátttöku en hraðalinn hefst 18. september.
Nánari upplýsingar:
startuplandid.is og á https://www.facebook.com/startuplandid
Dagný Maggýjar
Verkefnastjóri
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja