Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Fréttir

Fleiri erlendir 30-40 ára karlmenn  á Suðurnesjum en íslenskir
Föstudagur 22. ágúst 2025 kl. 06:05

Fleiri erlendir 30-40 ára karlmenn á Suðurnesjum en íslenskir

Karlmenn á aldrinum 30-40 ára á Suðurnesjum eru fleiri af erlendum uppruna en íslenskir. Erlendir nýbúar á Suðurnesjum eru nærri þrefalt fleiri nú en voru árið 2008. Hluti af skýringu er mikill vöxtur í atvinnulífi, sem þarf að mæta með vinnuafli. Þá sýnir þróunin það að fleira fólk sest að til lengri tíma á Suðurnesjum.

Þetta kom fram í erindi Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) sem hún hélt á fundi innviðaráðaherra á Park Inn hótelinu á mánudag.

Árið 2008, var hlutfall erlendra íbúa 9,8% en var árið 2024 orðið 26,8%. Árið 1998 voru aðeins 350 íbúar á Suðurnesjum með erlendan bakgrunn. Íbúafjölgun á Suðurnesjum nemur 42,3% á meðan landsmeðaltalið er 24,9%. Þetta hefur valið ýmsum vaxtaverkjum í rekstri sveitarfélaganna á svæðinu. Fjárlög ríkisins gera ráð fyrir því að fjölgun á ári sé 1%  eins og meðaltalið er. Fjárframlög til ríkisstofnanna hafa því ekki fylgt með. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa lagt sig öll fram við að mæta þessari áskorun og kallað eftir samtali og stefnubreytingum frá hálfu ríkisins. Það hefur ekki mætt miklum skilningi, sagði Berglind.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Á Suðurnesjum búa 29.490 íbúar en fjöldinn hefur tvöfaldast frá árinu 1998, á rúmum aldarfjórðungi. Flestir búa í Reykjanesbæ eða 22.630, í Suðurnesjabæ búa 4200 manns, 1850 íbúar eru í Vogum en fæstir búa í Grindavík. Aðeins 810 eru með skráð lögheimili þar og hluti þeirra býr ekki í bæjarfélaginu.