Voga-Þróttarar brattir þegar Íslandsmótið er hálfnað
Kíkt á æfingu og spjallað við þjálfarann og tvo leikmenn
Þróttur í Vogum er það lið sem hefur staðið sig einna best af liðunum af Suðurnesjum en þeir leika í 2. deild sem jafngildir þriðju efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Þróttarar unnu fyrstu fimm leiki sumarsins og voru þá eðlilega efstir en í dag eru þeir í öðru sæti og stefna hraðbyri á Lengjudeildina að ári. Þeir eru komnir í 16- liða úrslit Fótbolti.net bikarins, sem er bikarkeppni neðri deildar liða.
Víkurfréttir kíktu á æfingu hjá Þrótti og voru þjálfarinn Auðun Helgason og tveir leikmenn, þeir Guðni Sigþórsson, og fyrirliðinn Ólafur Örn Eyjólfsson, teknir tali.