ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Grindavík/Njarðvík steinlá í Vestmannaeyjum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 5. júlí 2025 kl. 07:30

Grindavík/Njarðvík steinlá í Vestmannaeyjum

Hið sameinaða lið Grindavíkur og Njarðvíkur skellti sér á Goslokahátíðina í gær og mætti liði Vestmannaeyja. Vestmannaeyjakonur verða seint sakaðar um að hafa verið gestrisnar í gær, þær réðu ferðinni og eftir að fyrsta markið leit dagsins ljós var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Lokatölur 5-1.

Eyjakonur brutu ísinn á 28. mínútu og þremur mínum síðar skoraði Grindavík/Njarðvík sjálfsmark. Þriðja markið leit dagsins ljós fyrir lok fyrri hálfleiks, áður en Grindavík/Njarðvík minnkaði muninn á 44. mínútu, markið skoraði Danai Kaldarido. 

Staðan hélst óbreytt fram að 60. mínútu og Eyjakonur bættu svo fimmta markinu við áður en yfir lauk.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Grindavík/Njarðvík er fjórða sæti með 17 stig og Keflavík er í því sjötta með 12 stig en hefur leikið einum leik færra en nágrannarnir.