Heildstæð tómstundafrístund í Gerðaskóla
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að veita heimild fyrir þróunarverkefni á frístundaheimilinu í Gerðaskóla frá og með ágúst 2025. Verkefnið snýr að eflingu frístundastarfsins með það að markmiði að skapa öruggt og stuðningsríkt umhverfi þar sem börn geta leikið sér, þróað félagsfærni, aukið sköpunargáfu og lært nýja hluti. Verkefnið stuðlar að heilbrigðum vexti, félagslegri inngildingu og aukinni þátttöku barna í samfélaginu.
Verkefnið byggir á þörf fyrir fjölbreytt tómstundatækifæri fyrir börn í 1.-4. bekk í Gerðaskóla, þar sem áhersla er lögð á samþættingu tónlistar, íþrótta, leiks, félagsfærni, læsis og sköpunar. Á síðustu árum hafa tómstundamöguleikar í sveitarfélaginu verið takmarkaðir, sem hefur dregið úr lífsgæðum og félagslegri virkni barna eins og kemur fram í könnunum Skólapúls og Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Með þessu verkefni er ætlunin að opna ný tækifæri fyrir börn til að þróa hæfileika sína, efla sjálfstraust, og styrkja tengsl þeirra við samfélagið.
Frístundaheimilið mun bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf sem hvetur til virkni, leikja og félagslegra samskipta, í samræmi við Menntastefnu Íslands og mennta- og tómstundastefnu Suðurnesjabæjar. Með samþættingu tónlistar og íþrótta er ætlunin að auka áhuga og þátttöku barna í óformlegri menntun, s.s. lífsleikni, hreyfingu og listum, sem stuðlar að heilbrigðum þroska. Verkefnið mun einnig styðja við fjölbreyttar nálganir, skapa jákvætt umhverfi þar sem börn geta þróað hæfileika sína og notið sín á eigin forsendum.
„Verkefnið er mjög mikilvægt fyrir samfélagið þar sem það veitir börnum tækifæri til að eiga jákvæð samskipti, læra nýja hluti og styrkja sjálfstraust sitt. Það stuðlar að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, eins og jöfnuð og þátttöku og er þar með mikilvægt í að byggja upp samfélag sem viðheldur velferð barna og stuðlar að heilbrigðri þróun. Auk þess eflir það samfélagslega ábyrgð og ábyrgð foreldra og annarra hagsmunaaðila að tryggja að börn n