Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Þróttarar að missa flugið?
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 21. júlí 2025 kl. 16:26

Þróttarar að missa flugið?

Víðir stefnir hraðbyri niður um deild, hafa grannarnir vistaskipti við þá aftur í ár?

Þróttur úr Vogum sem var á góðu skriði í 2. deild karla í knattspyrnu, hefur mátt þola tvö töp í röð og eru dottnir niður í fimmta sætið en þó er bara eitt stig í liðið sem er í öðru sæti en tvö efstu liðin fara upp í Lengjudeildina. Víðir úr Garði sem leikur í sömu deild, stefnir lóðbeint niður í 3. deildina og þyrfti ekki að koma á óvart ef grannaliðin hafi aftur vistaskipti en í fyrra lenti Víðir í öðru sæti 3. deildar en Reynir féll úr 2. deildinni.
  1. deild karla

Þróttur - Kári 0-1

Síðasti sigurleikur Þróttara kom 21. júní en í fjórum leikjum síðan þá hafa bara komið tvö stig í hús. Þróttur er kominn í fimma sætið en þess ber að geta að aðeins munar einu stigi á Þrótti og Haukum sem eru í öðru sæti. Ægir er efstur með 29 stig, Haukar með 24 og Dalvík/Reynir, Grótta og Þróttur, öll með 23 stig.

Næsti leikur Þróttar er Suðurnesjaslagur við botnliðið Víði og fer leikurinn fram á Vogaídýfuvellinum á fimmtudagskvöld kl. 19:15.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Víkingur, Ólafsvík - Víðir 4-2

Hvorki gengur né rekur hjá Víðismönnum og stefna þeir hraðbyri niður í 3. deild eftir að hafa komist í deildina fyrir þetta tímabil. Sex töp í röð og þarf að fara alla leið aftur til 9. júní til að sjá síðustu sigurúrslit Víðismanna. Þeir hafa skipt um þjálfara en þau skipti hafa litlu breytt til þessa. Víðismenn eru neðstir með 8 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur Víðis er eins og kom fram í umfjöllun um Þrótt, í Vogum á Vogaídýfuvellinum á fimmtudagskvöld og hefst eins og áður sagði kl. 19:15.

  1. deild karla

Árbær - Reynir 3-3

Áfram bjóða Reynismenn upp á markaveislu, bæði í sínum markteig og í teig andstæðinganna. Reynismenn hafa skorað átta mörk í síðustu tveimur leikjum en sömuleiðis fengið átta á sig, tvö stig hafa safnað í sarpinn og eru þeir áfram í fjórða sæti, sex stigum frá toppnum og fjórum stigum frá öðru sæti sem gefur líka sæti í 2. deild að ári. Næsti leikur Reynismanna er á útivelli á móti ÍH, á föstudagskvöld kl. 19:15.

  1. deild karla

Hafnir - Elliði 1-2

Hafnamönnum kippt niður á jörðina eftir ágætt gengi leikina á undan. Þeir eru í sjöunda sæti með tólf stig, ellefu stigum á undan neðsta liðinu en einungis tveimur stigum frá liðinu í níuna sæti en tvö lið falla úr 4. deildinni. Næsti leikur liðsins er á útivelli á fimmtudagskvöld kl. 19:15 á móti Kríunni.

  1. deild karla

RB hefur ekki leikið síðan 5. júlí en næsti leikur liðsins er á miðvikudagskvöld kl. 19:15, á útivelli á móti Þorláki.