Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Nýir þjálfarar hjá Víðismönnum
Fimmtudagur 17. júlí 2025 kl. 12:18

Nýir þjálfarar hjá Víðismönnum

Dani Benéitez, leikmaður meistaraflokks karla, mun taka við þjálfun Víðis í garði út tímabilið ásamt Sólmundi Inga sem verður honum til aðstoðar.

„Dani hefur verið duglegur að afla sér þekkingar á þjálfunarsviðinu og hefur verið að þjálfa á Spáni síðustu sjö ár, þegar hann er ekki hér á landi að spila,“ segir í færslu Víðismanna á Facebook.

Víðismenn eru á botni 2. deildar með 8 stig, einu minna en næsta lið, Kári. Þriðja neðsta liðið er með 12 stig. Víðismenn freista þess að snúa blaðinu við með þjálfaraskiptum.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Fyrsti leikurinn sem nýi þjálfaradúettinn mun stýra er nk. sunnudag en þá leikur Víðir á útivelli gegn Víkingi Ólafsvík