Jafntefli Njarðvíkinga og allt á suðupunkti á toppi Lengjudeildar karla
Njarðvíkingar skelltu sér norður á Húsavík í gær og mættu liði heimamanna í Völsungi. Leikurinn endaði 1-1 og þrátt fyrir tvö töpuð stig, minnkuðu Njarðvíkingar forskot ÍR á toppnum því þeir töpuðu á heimavelli fyrir HK, sem komst þar með upp að hlið Njarðvíkinga í öðru sæti en liðin eru með 24 stig, einu stigi minna en ÍR.
Í 2. deild töpuðu bæði Víðir og Þróttur Vogum Reynir gerði jafntefli í sínum leik í 3. deildinni.
Lengjudeild karla
Völsungur - Njarðvík 1-1
Tómas Bjarki Jónsson kom Njarðvík yfir á 28. mínútu og þannig var staðan allt fram á 76. mínútu þegar Völsungur jafnaði og það urðu lokaúrslit leiksins.
2. deild karla
Víðir - Haukar 2-4
Umos Jemovic kom Víði yfir en þrjú mörk komu þá frá Haukum. Paolo Gratton minnkaði mun fyrir Víði en Haukar bættu við fjórða markinu.
Dalvík/Reynir - Þróttur Vogum 3-0
Víðir áfram á botninum með 8 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Þróttarar misstu Hauka fram úr sér í annað sætið, á markatölu en toppliðið Ægir, tapaði líka svo áfram munar þremur stigum á toppliðinu og Þrótti og þeir því áfram í bullandi baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári.