Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Frábær árangur hjá skólunum úr Reykjanesbæ á HM í dansi á Spáni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 12. júlí 2025 kl. 11:09

Frábær árangur hjá skólunum úr Reykjanesbæ á HM í dansi á Spáni

Dansfólk úr Reykjanesbæ frá skólunum Danskonmpaníi og Ungleikhúsinu hafa náð frábærum árangri á Dance World Cup en mótið er haldið á Burgos á Spáni. Þau hafa unnið mikinn fjölda titla á mótinu.

VF hefur fylgst með gengi þeirra að undanförnu og hér er uppfærsla frá síðustu þremur keppnisdögum en í kvöld er lokakeppniskvöldið þar sem öll bestu atriðin fara á svið í „Grand finals“.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ungleikhúsið vann þrjá heimsmeistaratitla í gær.

I’D RUN! - Heimsmeistaratitill í flokknum Junior Duet/Trio Showstopper.

PRACTICALLY PERFECT - Heimsmeistaratitill í flokknum Junior Duet/Trio Song & Dance.

THE DREAM THIEF - Heimsmeistaratitill í flokknum Junior Large Group Song & Dance.

SOMEBODY TO LOVE varð í 2. sæti.

Danskompaní vann í gær heimsmeistaratitil með atriðið Addams Fjöskyldan í flokknum Senior Large Group Song and Dance.

Atriðið Remember vann sér í brons í flokknum Senior Large Group Showstopper. Til gamans má geta að þessi flokkur er talinn einn sá sterkasti í keppninni.

Þá vann atriðið The Ring bronsverðlaun í flokknum Junior Small Group.