Atnorth
Atnorth

Fréttir

Grindvíkingar mótmæltu við lokunarpóst við Bláa lónið
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 17. júlí 2025 kl. 15:41

Grindvíkingar mótmæltu við lokunarpóst við Bláa lónið

Segja má að mælir Grindvíkinga hafi fyllst í dag en þá efndu þeir til mótmæla við lokunarpóst á Grindavíkurvegi. Ástæða mótmælanna, þeir vildu sjá yfirvöld opna bæinn fyrir ferðamönnum en Grindvíkingum finnst skjóta skökku við að erlendir og innlendir ferðamenn geti lagt bílum sínum við afleggjarann að Bláa lóninu, og geti gengið að nýjasta eldgosinu, já eða farið og baðað sig í Bláa lóninu, en á sama tíma má ferðafólk ekki koma til Grindavíkur.

Yfirvöld skutu sig hugsanlega í fótinn en á sama tíma og almenningur mátti ekki koma til Grindavíkur, lenti þyrla landhelgisgæslunnar á höfninni í Grindavík með forsætis- og utanríkisráðherra, og Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Dagmar Valsdóttir skipulagði mótmælin.

Bílakjarninn
Bílakjarninn