Atnorth
Atnorth

Fréttir

Grindavík aftur opin almenningi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 17. júlí 2025 kl. 22:29

Grindavík aftur opin almenningi

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur opnað fyrir umferð almennings til Grindavíkur en dregið hefur úr krafti gossins sem hófst í gærmorgun. Áhættumat hefur verið uppfært þar sem meðaláhætta er metin fyrir Grindavík. Heimamenn og sérstaklega fulltrúar fyrirtækjaeigenda mótmæltu því í dag að bærinn hafi verið lokaður almenningi.

Í tilkynningu frá lögreglustjóra segir að mikilvægt sé að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum. Áréttað er að atburður er enn yfirstandandi og starfað er á hættustigi. Sérstaklega er bent á loftgaedi.is og spá Veðurstofu um gasdreifingu.

Frétt og viðtal vegna mótmæla í Grindavík í dag.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Gosvirknin hefur minnkað. Myndin var tekin um hádegið á öðrum degi. VF/Ísak Finnbogason.