Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 17. júlí 2025 kl. 17:08
Grindvíkingar fá ekki að spila heimaleik í Grindavík á morgun
Heimaleikur Grindvíkinga á móti Selfossi annað kvöld, hefur verið færður á varavöll Grindvíkinga, Voguídýfuvöllinn í Vogum. Ástæðan er öllum ljós þótt einhverjum þyki að finna ákvörðunin skrýtin í ljósi þess að túristar geta gengið að eldgosinu, svamlað um í Bláa lóninu eða gist á hótelunum sem þar eru. Eingöngu vinnandi fólki og íbúum er hleypt inn í Grindavík en hvorki ferðamenn né knattspyrnumenn og -áhugafólk, mega koma á Stakkavíkurvöllinn á morgun.