Keflvíkingur til Víðis sem mætir Þrótti í grannslag
Keflvíkingurinn Valur Þór Hákonarson hefur gengið til liðs við Víði að láni frá Keflavík. Valur er öflugur sóknarmaður og hefur leikið 52 leiki í deild og bikarkeppnum og skorað í þeim 6 mörk.
Hann hittir hér bróður sinn, Aron Örn, sem leikið hefur með Víði í sumar.
Víðismenn heimsækja granna sína í Vogum í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15.
Víðir er á botni deildarinnar með 8 stig, fjórum stigum frá næstu liðum. Þróttarar í Vogum eru hinum megin á stigatöflunni, í 3.-5. sæti með 23 stig en þeir hafa aðeins misst flugið að undanförnu eftir öfluga byrjun.