Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Þróttur vann Suðurnesjaslaginn gegn Víði
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 25. júlí 2025 kl. 10:07

Þróttur vann Suðurnesjaslaginn gegn Víði

Þróttur í Vogum tók á móti Víðismönnum úr Garði í sannkölluðum Suðurnesjaslag í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Hlutskipti liðanna hafa verið ólík í sumar, Þróttarar lengi efstir en Víðir að undanförnu í neðsta sæti og úrslit leiksins voru í takti við það, 2-1 sigur Þróttar og þeir þar með áfram í baráttunni um að komast upp í Lengjudeildina. Víðismenn hins vegar stefna lóðbeint aftur niður í 3. deild.

Guðni Sigþórsson kom Þrótti yfir strax á 8. mínútu og hann bætti svo öðru marki við á 17. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Víðismenn minnkuðu muninn á 73. mínútu með marki Uros Jemovic en lengra komust þeir ekki og sigur Þróttar staðreynd, 2-1.

Þróttur fór upp í 2. sætið í deildinni en þar sem þetta var eini leikurinn í 14. umferð, hafa þeir leikið einum leik fleira en önnur lið. Víðir áfram neðst en tapið var það sjöunda í röð og stefnir liðið niður í 3. deild nema hlutirnir fari að breytast til batnaðar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Helgi Þór Gunnarsson var á leiknum og tók myndir.