Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Einungis tvö stig af níu mögulegum í hús Suðurnesjaliðanna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 25. júlí 2025 kl. 21:37

Einungis tvö stig af níu mögulegum í hús Suðurnesjaliðanna

14. umferð Lengjudeildar karla fór fram í kvöld og voru öll Suðurnesjaliðin að etja kappi en því miður var uppskeran fremur rýr, einungis tvö jafntefli og eitt tap. Grannarnir úr Reykjanesbæ gerðu jafntefli en Grindavík tapaði á heimavelli.

ÍR - Njarðvík 2-2

Toppslagur hér á ferðinni og það voru Njarðvíkingar sem skoruðu fyrsta markið, Davíð Helgi Aronsson var þar að verki. ÍR svaraði með tveimur mörkum og stefndi allt í sigur í þessum mikilvæga sex stiga leik á toppnum en Omar Diouck jafnaði fyrir Njarðvík á 89. mínútu og það urðu lokaúrslit leiksins. Njarðvík áfram í öðru sæti og áfram einu stigi á eftir ÍR, sem er efst með 29 stig.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Keflavík - Þór Akureyri 2-2

Keflvíkingar komust yfir í leiknum með marki Ásgeirs Páls Magnússonar á 20. mínútu. Þór jafnaði á 35. mínútu og komst svo yfir á 56. mínútu. Keflavík jafnaði á 67. mínútu með marki Marin Brigic og þeir fengu gullið tækifæri til að tryggja sér sigurinn en vítaspyrna Muhamed Alghoul í uppbótartíma fór forgorðum.

Keflavík áfram í sjötta sæti Lengjudeildarinnar með 22 stig, sjö stigum á eftir toppliðinu ÍR en bara tveimur stigum á eftir Þór sem er í fimmta sæti en liðin í sætum 2-5 leika úrslitakeppni um hitt sætið í Bestu deildinni.

Grindavík - Þróttur Reykjavík 1-2

Grindavík komst yfir á 39. mínútu með marki Ármanns Inga Finnbogasonar og þannig stóðu leikar í hálfleik. Grindavík var betri aðilinn til að byrja með í seinni hálfleik, fengu fínt færi til að auka við forystuna en það var Þróttur sem skoraði næsta mark og jafnaði leikinn á 73. mínútu. Sigurmarkið kom á 78. mínútu og þrátt fyrir að Grindvíkingar leggðu allt í sölurnar til að knýja fram jöfnunarmarkið, kom það ekki og tap því staðreynd.

Grindavík færist nær fallbaráttunni en þeir eru í sjöunda sæti með 14 stig en einungis fjögur stig eru í neðsta liðið.

Hurð skall oft nærri hælum í seinni hálfleik við mark Þróttara...
en þeim tókst að bægja hættunni frá og skoruðu tvö mörk hinum megin og unnu þar með leikinn.

Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur: