Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Stöðugur straumur úr öllum áttum að eldgosinu
Mikill straumur ferðafólks er frá bílastæðum við Fagradalsfjall. Mynd/Hafþór Skúlason
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 24. júlí 2025 kl. 17:06

Stöðugur straumur úr öllum áttum að eldgosinu

Þó svo að mikið hafi dregið úr eldgosinu sem hófst í síðustu viku, minnkar ekki áhugi erlendra ferðamanna á því en stöðugur straumur ferðafólks hefur verið í Grindavík síðan bærinn opnaði á nýjan leik fyrir ferðafólki.

Þegar blaðamaður keyrði til Grindavíkur í gærkvöldi mátti sjá bíla lagða víðsvegar við Grindavíkurveg og á bílastæðum sem liggja út frá Grindavíkurvegi til austurs. Þessar myndir voru teknar þar en einnig er mikill straumur ferðafólks á gömlu gosstöðvunum við Fagradalsfjall en forsíðumyndina tók Grindvíkingurinn Hafþór Skúlason þar en hann sinnir leiðsögu fyrir erlenda ferðamenn og hefur haft nóg að gera í sumar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn