Íþróttir

VÍS-bikarkeppninni frestað fram í mars
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 5. janúar 2022 kl. 12:43

VÍS-bikarkeppninni frestað fram í mars

Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn Körfuknattleikssambands Íslands að fresta leikjum í bikarkeppninni til marsmánaðar.

Í tilkynningu sem stjórn KKÍ sendi frá sér í morgun segir: „Stjórn KKÍ kom saman á fjarfundi í morgun og tók þá ákvörðun að færa VÍS bikarinn til 16.–20. mars 2022 að tillögu mótanefndar. Þetta þýðir að fyrirhuguð VÍS bikarvika verður ekki leikin í næstu viku. Þetta er gert í ljósi fjölda einstaklinga í sóttkví og einangrun en sú smitbylgja sem nú gengur yfir hefur þegar haft talsverð áhrif á mótahaldið en hundruðir einstaklinga eru þátttakendur í VÍS bikarvikunni.“

Komið er fram í undanúrslit bikarkeppni karla og kvenna og í undanúrslitum hefur Keflavík áunnið sér sæti í karlaflokki og Njarðvík í kvennaflokki.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Tengdar fréttir