Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Tvíhöfði Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deildum karla og kvenna
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 27. desember 2021 kl. 14:34

Tvíhöfði Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deildum karla og kvenna

Það verður veisla fyrir körfuknattleiksáhugafólk á næstsíðasta degi ársins þegar Suðurnesjaslagir af bestu sort, viðureignir karla- og kvennaliða Keflavíkur og Njarðvíkur, fara fram í Blue-höllinni.

Upphaflega stóð til að leikið yrði þann 29. desember en Körfuknattleikssambandið hefur breytt þeirri dagsetningu.

Tvíhöfði Keflavíkur og Njarðvíkur hefur verið færður af miðvikudeginum 29. desember til fimmtudagsins 30. desember. Einnig hefur leikjunum verið víxlað, þannig að karlalið Keflavíkur og Njarðvíkur mætast kl. 17:45 og kvennaliðin kl. 20:15.

Keflavík er í efsta sæti Subway-deildar karla á meðan Njarðvík er í því fimmta en því er svo öfugt farið í Subway-deild kvenna þar sem Njarðvík er efst og Keflavík í fimmta sæti.

Tengdar fréttir