Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttur vann stórsigur – Reynismenn á botninum
Úr leik Þróttar og Völsungs í gær. Myndir/Helgi Þór Gunnarsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 8. júlí 2024 kl. 09:23

Þróttur vann stórsigur – Reynismenn á botninum

Grindavík tapaði í Lengjudeild kvenna

Þróttur Vogum vann 5:0 sigur á Völsungi á heimavelli í gær í annarri deild karla í knattspyrnu. Þróttarar hafa unnið þrjá síðustu leiki sína og eru komnir í fjórða sæti, þeir eru því til alls líklegir. Reynismenn töpuðu hins vegar á heimavelli fyrir Hetti/Huginn 0:3 og höfðu sætaskipti við KF sem vann Hauka. Reynir er því í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig en liðið vann aðeins einn leik í fyrri umferð deildarinnar.

Grindavík tapaði 1:2 fyrir ÍA á föstudaginn í Lengjudeild kvenna. Grindvíkingar eru nú í sjötta sæti en voru í því fjórða fyrir leikinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

RB vann annan leikinn í röð og fór úr botnsæti fjórðu deildar karla og Hafnamenn gerðu jafntefli í A-riðli fimmtu deildar en þeir eru efstir í riðlinum.

Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á Fylki í Bestu deild kvenna í gær.


Þróttur - Völsungur 5:0

Fjölmenni var á leiknum í Vogum en fleiri myndir Helga Þórs Gunnarssonar eru í myndasafni neðst á síðunni.

Mörk: Haukur Darri Pálsson (3' og 20'), Haukur Leifur Eiríksson (9'), Guðni Sigþórsson (44') og Eiður Baldvin Baldvinsson (70').


Reynir - Höttur/Huginn 0:3

Ray Anthony Jónsson, þjálfari Reynis, þarf að finna lausnir á vanda Reynismanna ef liðið ætlar að halda sæti sínu í deildinni.

Mörk: Martim Fortuna Soares Sequeira Cardoso (45'+1), Sæbjörn Guðlaugsson (84') og Víðir Freyr Ívarsson (87').


Grindavík - ÍA 1:2

Júlía Ruth skoraði mark Grindvíkinga. Mynd/Petra Rós Ólafsdóttir

Skagakonur komust í tveggja marka forystu með mörkum á 10. og 56. mínútu en Júlía Ruth Thasapong minnkaði muninn fyrir Grindavík (69').


Hamar RB 0:1

Úr leik RB og Hamars í fyrri umferð fjórðu deildar. VF/JPK

RB vann annan leikinn í röð í fjórðu deild karla og eru komnir úr neðsta sætinu, einu stigi upp fyrir Skallagrím sem mætir Tindastóli í dag.

Mark RB skoraði Dusan Lukic á 82. mínútu.


Spyrnir - Hafnir 1:1

Sigurbergur kom mikið við sögu á þeim stutta tíma sem hann var inn á. VF/JPK

Sigurbergur Bjarnason, þjálfari og leikmaður Hafna, setti sjálfan sig í byrjunarlið í fyrsta sinn en hann kom einni við sögu í sigurleik gegn Samherjum fyrir mánuði síðan. Þá lék hann síðasta korterið.

Sigurbergur staldraði þó stutt við því á 12. mínútu var honum vikið af velli með rautt spjald fyrir brot og Spyrnir fékk vítaspyrnu dæmda. Spyrnir skoraði úr vítinu og náði því forystu (13').

Anton Freyr Hauks Guðlaugsson jafnaði leikinn tuttugu mínútum síðar (33') og þar við sat.

Hafnir verma toppinn en Álafoss er við hlið Hafna, bæði lið með 23 stig.

Þróttur - Völsungur 5:0 | 2. deild karla 7. júlí 2024 (Myndir: Helgi Þór Gunnarsson)