Stuðlaberg Pósthússtræti

Íþróttir

Steinlágu fyrir Stjörnunni - eiga ennþá von
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 9. september 2019 kl. 10:10

Steinlágu fyrir Stjörnunni - eiga ennþá von

Keflavíkurkonur steinlágu fyrir Stjörnunni í 16. umferð Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Keflvíkingar skoruðu eina mark fyrri hálfleiks. Þar var á ferðinni Maired Clare Fulton á 30. mínútu. Keflavík yfir í hálfleik.

Í síðari hálfleik komu svo fjögur mörk frá Stjörnunni sem gerðu út um leikinn.

Það er ennþá veik von fyrir Keflavík að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. Keflavík er í dag í næst neðsta sæti með 10 stig en Eyjakonur úr ÍBV eru sæti ofar með tveimur stigum meira en Keflavík. Tvær umferðir eru eftir. Næsti leikur er gegn HK/Víkingi í Keflavík næsta sunnudag. Þá mætir ÍBV fylki. Lokaleikur Keflavíkur er svo gegn Valskonum að Hlíðarenda. Valur er í dag á toppi deildarinnar.