Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Sóley Þrastardóttir og Birkir Freyr júdófólk Njarðvíkur
Birkir, Bjarni, Guðmundur þjálfari og Sóley.
Sunnudagur 18. maí 2014 kl. 08:27

Sóley Þrastardóttir og Birkir Freyr júdófólk Njarðvíkur

Nú á dögunum var haldið lokahóf Júdódeildar Njarðvíkur. Fram fór verðlaunaafhending þar sem þau Birkir Freyr Guðbjartsson og Sóley Þrastardóttir voru kjörin júdófólk ársins.

Birkir hefur vaxið gríðarlega sem júdómaður síðustu ár. Helstu afrek hans á keppnistímabilinu eru annað sæti á Haustmóti JSI, hann komst í glímuna um 3. Sæti  á Reykjavík International Games og kláraði síðan árið á Íslandsmeistaratitli í júdó U21 í -100kg flokki. Sóley átti gott ár í íþróttinni. Hún varð önnur á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í júdó, en hún varð Íslandsmeistari í U21 bæði í júdó og Brazilian Jiu jitsu.   

Public deli
Public deli

Einnig fór fram val á Efnilegasta júdómanni UMFN og þau verðlaun komu í hlut Bjarna Darra Sigfússonar. Bjarni er þrefaldur Íslandsmeistari í Brasilian Jiu jitsu, Íslandsmeistari í Taekwondo með Keflavík.