Íþróttir

Njarðvíkingar kláruðu KR 3:0 og eru komnir í undanúrslit Subway-deildar karla
Það var kátt á pöllunum þegar Njarðvík var búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 12. apríl 2022 kl. 21:13

Njarðvíkingar kláruðu KR 3:0 og eru komnir í undanúrslit Subway-deildar karla

KR var engin fyrirstaða fyrir Njarðvík sem hreinlega sópaði þeim út úr úrslitakeppninni með þriðja sigrinum í röð. Yfirburðir heimamanna í Ljónagryfjunni voru gríðarlegir og skiluðu 28 stiga sigri, 91:63.

Njarðvíkingar léku við hvern sinn fingur og sendu KR í sumarfrí.

Stemmningin var frábær eins og meðfylgjandi myndir sem ljósmyndari Víkurfrétta, Jóhann Páll Kristbjörnsson, tók á leiknum sýna. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld ásamt umfjöllun um leik Þórs Þorlákshafnar og Grindavíkur sem er í gangi núna en staðan í því einvígi er jöfn, 1:1.

Public deli
Public deli

Njarðvík - KR (91:63) | Úrslitakeppni karla 12. apríl 2022

Tengdar fréttir