Bygg
Bygg

Fréttir

Dekkjahöllin opnar nýja  þjónustustöð í Reykjanesbæ
Daniel James Róbertsson, starfsmaður Dekkjahallarinnar fyrir framan nýtt verkstæði félagsins á Fitjum í Njarðvík.
Fimmtudagur 8. maí 2025 kl. 06:15

Dekkjahöllin opnar nýja þjónustustöð í Reykjanesbæ

Dekkjahöllin hefur opnað sína sjöttu þjónustustöð að Njarðarbraut 11 í Reykjanesbæ. Þessi nýja staðsetning býður upp á alhliða hjólbarðaþjónustu, þar á meðal umfelgun og dekkjahótel. 


Dekkjahöllin var stofnuð árið 1984 og hefur byggt upp sterka stöðu í dekkjaþjónustu á Íslandi og er í dag eitt öflugasta dekkjafyrirtæki landsins.  Nýja verkstæðið hefur nú opnað og eru þrjár dekkjalyftur, móttaka og heitt kaffi í boði, segir í frétt frá fyrirtækinu.

Dekkjahöllin er umboðsaðili leiðandi framleiðanda dekkja svo sem Continental, Yokohama og Falken, sem eru allt framleiðendur í fremstu röð í heiminum og þekktir fyrir vandaða framleiðslu sem og að stuðla að umferðaröryggi. ,Dekkjahöllin er meðal annars systurfélag Öskju, Landfara og Bílaumboðsins Unu.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Í tilefni opnunarinnar verða í boði sérstök opnunartilboð næstu vikurnar.

Reynir Stefánsson er framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar:

„Á síðustu mánuðum höfum við tekið stór skref í að efla þjónustunet Dekkjahallarinnar. Í nóvember opnuðum við nýtt hjólbarðaverkstæði og lager í Miðhrauni í Garðabæ, sem gerir okkur kleift að þjónusta betur viðskiptavini í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði. Nú höfum við opnað nýja þjónustustöð í Reykjanesbæ, sem er liður í því að færa okkur nær viðskiptavinum á Suðurnesjum. Við höfum frá upphafi verið á Akureyri og í mörg ár á Egilsstöðum. Það er því frábært að komast til Reykjanesbæjar og móttökur viðskiptavina eru þegar mjög góðar. Markmiðið okkar er einfalt – að bjóða örugga, faglega og fljótvirka þjónustu þar sem fólkið er.