Fimmtudagur 8. maí 2025 kl. 06:00
Krían komin til landsins
Krían er mætt í stórum hópum á Garðskaga. Fyrstu fuglanna varð vart á sunnudag og svo enn fleiri á mánudaginn. Krían er að koma frá suðurskautinu þar sem hún heldur sig á meðan vetur ríkir á norðurslóðum. Krían leggur að baki um 70.000 km flug á ári. Ferðalagið milli suðurskautsins og Íslands tekur marga mánuði þar sem krínan nýtir sér vindstrauma meðfram ströndum meginlanda.