Bygg
Bygg

Fréttir

Undirbúningur Ljósanætur hafinn
Fimmtudagur 8. maí 2025 kl. 06:05

Undirbúningur Ljósanætur hafinn

Undirbúningur fyrir Ljósanótt 2025 er hafinn af fullum krafti og kynnti Guðlaug M. Lewis menningarfulltrúi vinnu fagráðs hátíðarinnar á fundi menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar þann 28. apríl. Þar var farið yfir fjárhagsáætlun hátíðarinnar og næstu skref í undirbúningi hennar.

Ljósanótt fer fram dagana 4. til 7. september í ár og hefur hún í gegnum tíðina vaxið og dafnað með öflugri þátttöku íbúa, félaga og fyrirtækja. Á næstu dögum munu berast formleg erindi til fyrirtækja um framlög til hátíðarinnar. Menningar- og þjónusturáð hvetur eindregið alla, bæði fyrirtæki, félög og einstaklinga, til að taka virkan þátt í að skapa einstaka upplifun með því að styðja við hátíðina með krafti og nærveru.

Ljósanótt er lýst sem hátíð bjartsýni, ljóss og birtu þar sem við fögnum lífinu, gleðinni og samveru. Hún hefur á síðustu árum orðið einn stærsti samfélagsviðburður Reykjanesbæjar og nær um allt bæjarfélagið.

Bílakjarninn
Bílakjarninn