Bygg
Bygg

Fréttir

Spurði um gistingu en þarf að fjarlægja óleyfishús
Fimmtudagur 8. maí 2025 kl. 06:10

Spurði um gistingu en þarf að fjarlægja óleyfishús

Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur tekið fyrir fyrirspurn frá Eggerti Kjartanssyni, f.h. Brix production, um mögulega skiptingu lands Austurkots á Vatnsleysuströnd. Í fyrirspurninni kom einnig fram áhugi á því að reisa eitt til tvö 35 fermetra hús á lóðunum, sem notuð yrðu sem skammtímagistirými til útleigu.

Í afgreiðslu nefndarinnar kemur fram að ekkert deiliskipulag sé fyrir svæðið, en að mögulegt væri að setja inn heimild um gistingu ef deiliskipulag yrði unnið. Nefndin benti þó jafnframt á að við Austurkot 1 standi hús sem hafi verið flutt á staðinn án leyfis byggingarfulltrúa. Það hús sé því í óleyfi og þurfi að fjarlægja.

Bílakjarninn
Bílakjarninn