Listahátíð barna og ungmenna sett í Duus Safnahúsum
Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ er núna haldin í nítjánda sinn í Listasafni Reykjanesbæjar og Duus Safnahúsum. Hátíðin mun standa yfir dagana 1. - 11. maí 2025. Grunn- og leikskólar Reykjanesbæjar voru með formlega séropnun miðvikudaginn 30. apríl. Nemendur leikskóla mættu við setningarathöfn þar sem hópurinn brast í söng og fékk svo leiðsögn um sýninguna.
Aðgangur að Duus Safnahúsum er ókeypis á meðan listahátíð stendur yfir en opnunartími listahátíðar er virka daga kl 9:00 - 17:00 og um helgar kl. 11:00 - 17:00.