Bygg
Bygg

Mannlíf

Nutu návistar við hesta á BAUN
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
þriðjudaginn 6. maí 2025 kl. 18:50

Nutu návistar við hesta á BAUN

BAUN, barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ, er haldin dagana 2. maí til 11. maí. Á hátíðinni eru börn, ungmenni og fjölskyldur settar í forgang með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Markmið hátíðarinnar eru meðal annars þau að auka lífsgæði og vellíðan barna og íbúa Reykjanesbæjar og að skapa vettvang fyrir börn og fjölskyldur til virkrar þátttöku í samfélaginu. Allir viðburðir á BAUN eru ókeypis. Einn slíkur var í reiðhöll Hestamannafélagsins Mána um síðustu helgi þegar hestafólk bauð yngstu bæjarbúunum á hestbak. Viðburðurinn var vel sóttur og gleðin skein úr andlitum barnanna að fá að njóta návistar við hestana á Mánagrund. Fleiri myndir frá viðburðinum verða birtar á vf.is í vikunni.

Bílakjarninn
Bílakjarninn