Einvígi Garðbúanna í tippleik Víkurfrétta
Þriðja umferðin í tippleik Víkurfrétta var leikin á laugardaginn og er ljóst að það eru Garðbúarnir sem eru getspakastir en bæði Björn Vilhelmsson og Guðjón Guðmundsson fengu 9 rétta. Joey Drummer kom til baka og tók 8 rétta en Brynjar Hólm náði sér ekki á strik og fékk aðeins 6 leiki rétta.
Það er því ljóst að tippleikurinn hefur snúist upp í einvígi Garðbúanna en Guðjón er efstur með 27 rétta, Björn er með 26, Brynjar með 21 og Joey með 15.
Búast má við mikilli spennu í lokaumferð tippleiksins um næstu helgi en þá kemur í ljós hver skellir sér á Wembley laugardaginn 17. maí.