Íþróttir

Njarðvík vann Keflavík sannfærandi
Alliyah Collier og Daniella Wallen voru stigahæstar hjá sínum liðum í gær. Hér kemur Collier í veg fyrir að Wallen nái að koma boltanum niður. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 4. nóvember 2021 kl. 08:25

Njarðvík vann Keflavík sannfærandi

Njarðvíkingar eru einar í efsta sæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik eftir leiki gærdagsins. Njarðvík tók á móti grönnum sínum í Keflavík og höfðu sjö stiga sigur sem tryggir þeim montréttinn í Reykjanesbæ í bili. Grindavík vann annan leik sinn í deildinn þegar þær léku gegn Skallagrími úr Borgarnesi og höfðu afgerandi sigur en Skallagrímur er eina liðið sem er enn á stiga.

Njarðvík - Keflavík 77:70

(18:16, 22:19, 17:16, 20:19)

Það var mikið í húfi þegar toppliðin í Subway-deild kvenna mættust í Ljónagryfjunni í gær en fyrir leik höfðu bæði lið unnið fimm leiki af sex leikjum sínum og deildu efsta sætinu.

Fyrri hálfleikur var jafn og sprennandi en Njarðvík leiddi með fimm stigum í hálfleik (40:35). Keflavík hóf seinni hlutann af krafti og komst yfir þegar liðið gerði sjö fyrstu stigin eftir leik hlé og kom Keflavík yfir (40:42). Njarðvíkingar voru ekki tilbúnar að gefast upp og Helena Rafnsdóttir jafnaði leikinn, eftir það rifu Njarðvíkingar sig frá Keflavík og að þriðja leikhluta liðnum höfðu þær náð að bæta stöðuna og leiddu með sex stigum (57:51). Keflvíkingum tókst ekki að vinna upp forskot heimaliðsins og með sigrinum tyllti Njarðvík sér á topp deildarinnar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Diéné Diane hér við það að komast framhjá Salbjörgu Sævarsdóttur.

Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 27/16 fráköst/5 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 19/9 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 14/12 fráköst/5 stoðsendingar, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Helena  Rafnsdóttir  2/4 fráköst, Vilborg Jonsdottir 2/6 fráköst, Júlía Rún Árnadóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 23/14 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 20, Tunde Kilin 15, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0/6 fráköst, Eva María Davíðsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Agnes María Svansdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0.

Tölfræði leiks.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á grannaslagnum í gær og tók myndir sem eru í myndasafni neðst á síðunni.


Grindavík - Skallagrímur 88:61

(19:10, 27:20, 19:16, 23:15)

Grindvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum með að landa sigri númer tvö í Subway-deild kvenna í ár þegar botnlið Borgarness mætti í HS Orku-höllina í gær. Grindvíkingar tóku góða forustu í fyrsta leikhluta og juku eftir það stöðugt muninn.

Ágætis sigur í gær hjá Grindavík. Mynd úr safni Víkurfrétta

Frammistaða Grindvíkinga: Hulda Björk Ólafsdóttir 20/8 fráköst, Robbi Ryan 16/8 fráköst/7 stoðsendingar, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 15/9 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 12/5 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 9/6 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 8/7 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hekla Eik Nökkvadóttir 3, Arna Sif Elíasdóttir 1, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Tölfræði leiks.


Njarðvík - Keflavík (77:70) | Subway-deild kvenna 3. nóvember 2021

Tengdar fréttir