Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Íþróttir

Marc McAusland gengur til liðs við Víði í Garði
Miðvikudagur 26. nóvember 2025 kl. 11:17

Marc McAusland gengur til liðs við Víði í Garði

Knattspyrnudeild Víðis í Garði hefur samið við hinn reynslumikla varnarmann Marc McAusland sem gengur nú formlega til liðs við félagið. Marc hefur skrifað undir eins árs samning við félagið.

Marc, sem er gríðarlega þrautreyndur leikmaður, hefur leikið rúmlega 270 leiki í efstu þremur deildum Íslandsmótsins. Undanfarin tvö tímabil hefur hann verið á mála hjá ÍR, en áður spilað með liðum á borð við Keflavík, Njarðvík og Grindavík.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Marc er þekktur sem mikill leiðtogi inni á vellinum og utan hans, og er ljóst að um frábæran liðsstyrk er að ræða fyrir þá baráttu sem framundan er í 3. deild. Varnarlína Víðis styrkist verulega með komu hans.

Dubliner
Dubliner