Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Frans tekur eitt tímabil í viðbót með Keflavík
Fransi sýndi sigurstökk eftir markið sitt og fór létt með enda aðeins 35 ára gamall. VF/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 26. nóvember 2025 kl. 10:25

Frans tekur eitt tímabil í viðbót með Keflavík

Frans Elvarsson, fyrirliði og aldursforseti Keflvíkinga ætlar að leika með liðinu á næsta ári. Frans sem er 35 ára er leikreyndasti maður liðsins og var traustur með því í sumar þegar það tryggði sér sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili.

Fransi fékk blómvönd eftir úrslitaleik Keflavíkur og HK á Laugardalsvelli fyrir að hafa leikið 500 mótsleiki á ferlinum, þar af 271 með Keflavík, alls 170 í efstu deild. Hann hóf ferilinn á sínum heimaslóðum með Sinda á Höfn í Hornafirði aðeins 15 ára gamall en þaðan lá leið hans til Njarðvíkur 2007. Fimm árum síðan fór yfir til nágrannaliðsins í Keflavík þar sem hann hefur leikið síðan, eða 13 ár. 

Fransi á einnig ellefu leiki með yngri landsliðum Íslands.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þegar VF spurði hann út í framhaldið eftir sigurleikinn gegn HK í haust en þar skoraði hann eitt fjögurra marka Keflvíkinga, mátti heyra á honum að hann gæti hugsað sér að vera áfram en nú hefur hann staðfest það sem eru góðar fréttir fyrir Keflvíkinga.

Frans skoraði glæsilegt skallamark í stórsigri Keflavíkur gegn HK í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni 2026.

Dubliner
Dubliner