Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Íþróttir

Keflvíkingar fá nýjan leikmann
Sunnudagur 23. nóvember 2025 kl. 18:32

Keflvíkingar fá nýjan leikmann

Keflvíkingar eru byrjaðir að styrkja leikmananhópinn fyrir komandi baráttu í Bestu deildinni 2026 en í vikunni gekk Baldur Logi Guðlaugsson til liðs við félagið en hann á að baki 90 leiki í efstu deild þó hann sé aðeins 23 ára gamall. Hann er uppalinn í FH en kemur til Keflavíkur frá Stjörnunni.

Baldur sem er að upplagi miðjumaður er fjölhæfur leikmaður sem kemur til með að styrkja hóp bítlabæjarliðsins. Hann skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflavík endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í sumar en komst í úrslitaleikinn eftir sigur á Njarðvík. Í umspilsúrslitunum á Laugardalsvellinum vann Keflavík stórsigur á HK og tryggði sér sæti í Bestu deildinni.

Dubliner
Dubliner