Fimmtudagur 13. nóvember 2025 kl. 11:46

Lofa góðri skemmtun

Þrjátíu og fimm manna hljómsveit frá Royal Northern College of Music Session Orchestra kom til Reykjanesbæjar í gær til að taka þátt í tvennum tónleikum með Má Gunnarssyni tónlistarmanni og nemanda við skólann. Sveitin mætti svo á sína fyrstu æfingu á Íslandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll í gærkvöldi.

Hér má lesa um tónleikana sem verða í Reykjanesbæ þann 16. nóvember. Már segist í samtali við Víkurfréttir spenntur fyrir tónleikunum og tónlistarfólkið ætlar sér að skemmta sér vel og lofar áhorfendum einnig góðri skemmtun.

Í myndskeiðinu er rætt við Má og hljómsveitarstjórann Andy Stott.