Forsetaheimsókn í skóla í Reykjanesbæ í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Suðurnesjamagaín er komið á vefinn. Þetta er þáttur númer 508 úr smiðju Víkurfrétta en að þessu sinni förum við í 20 ára afmæli Akurskóla í Innri-Njarðvík sem haldið var á dögunum. Forsetahjónin Halla og Björn mættu í veisluna. Þau voru fyrr sama dag í Háaleitisskóla á Ásbrú en skólinn fékk hvatningarverðlaun frá forsetanum á dögunum fyrir athyglisvert starf skólans.
Í síðari hluta þáttarins förum við svo á minningardag um fórnarlömb umferðarslysa sem haldinn var við Ytri-Njarðvíkurkirkju síðasta sunnudag. Þátturinn er í spilaranum hér að ofan.
