Æfing hjá lögreglu, sérsveit og Brunvörnum
Sameiginleg æfing Lögreglustjórans á Suðurnesjum, sérsveitar ríkislögreglustjóra og Brunavarna Suðurnesja fer fram í dag, 20. nóvember. Ökutæki viðbragðsaðila kunna því að vera meira áberandi í umferðinni.
Æfingunni, sem fram fer víðsvegar um embættið, lýkur um hádegi.
Fréttamaður Víkurfrétta fylgdist með og tók þessa mynd í morgun.






