ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Reykjanesbær lækkar fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði – atvinnuhúsnæði óbreytt
Þriðjudagur 18. nóvember 2025 kl. 21:41

Reykjanesbær lækkar fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði – atvinnuhúsnæði óbreytt

Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar leggur til lækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í fjárhagsáætlun fyrir árin 2026–2029. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans vegna vinnu við fjárhagsáætlunina.

Samkvæmt bókuninni verður fasteignaskattur A, sem tekur til íbúðarhúsnæðis, lækkaður úr 0,25% í 0,23%. Gert er ráð fyrir að fasteignaskattur C af atvinnuhúsnæði verði áfram óbreyttur, 1,45%. Sveitarfélögum er samkvæmt lögum heimilt að leggja á allt að 0,625% í fasteignaskatt A og 1,65% í fasteignaskatt C.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Í bókun meirihlutans er bent á að á síðustu átta árum hafi álagningarhlutfall fasteignaskatts A í Reykjanesbæ lækkað úr 0,36% í 0,25%, og skattur á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,45%.

Meirihlutinn segir markmiðið nú vera að koma til móts við íbúa vegna „mikillar hækkunar“ á fasteignaskatti milli ára. Tekið er fram að hækkun á fasteignamati sé árleg ákvörðun sem komi frá HMS og byggi meðal annars á fjölgun nýrra íbúða og hækkun á virði fasteigna.

Í bókuninni er jafnframt fjallað um umræðu Sjálfstæðisflokksins um málið og segir meirihlutinn það athyglisvert að flokkurinn geri nú mikið úr því að lækka eigi álagningarhlutfall fasteignaskatts, en gagnrýni á sama tíma C-skattinn sem meirihlutinn segir vera lágann og í samræmi við sambærileg sveitarfélög.

Bókun meirihlutans vegna fjárhagsáætlunar 2026-2029

Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur í vinnu við fjárhagsáætlun rýnt í tækifæri til lækkunar á álagningarhlutfall fasteignaskatts samhliða rekstri sveitarfélagsins. Meirihlutinn telur mikilvægt að koma til móts við íbúa Reykjanesbæjar vegna þeirrar miklu hækkunar sem er á fasteignaskatti milli ára og hefur því tekið ákvörðun um að lækka álagningarhlutfall A-skatts sem snýr að íbúða húsnæði úr 0,25% í 0,23%. Gert er ráð fyrir að C skattur atvinnuhúsnæðis haldist óbreyttur í 1,45%.

Sveitarfélögum er heimilt að rukka allt að 0,625% í fasteignaskatt A og 1,65% í fasteignaskatt C.

Á undanförnum átta árum hefur meirihluti Reykjanesbæjar lækkað álagningarhlutfall A-skatts úr 0,36% í 0,25%. Álagningarhlutfall á atvinnuhúsnæði hefur einnig lækkað úr 1,65% í 1,45%.

Til samanburðar ef við horfum til annarra sveitarfélaga er staðan þannig fyrir árið 2025:

Það er athyglisvert að í ljósi þeirra góðu frétta að mögulegt er að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts, að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur farið víða í fjölmiðlum um málið, eignar sér nú að við sjáum tækifæri til lækkunar en gagnrýnir á sama tíma C-skattinn sem er lágur í samræmi við sambærileg sveitarfélög.
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fagnar því að við getum rekstrarlega lækkað álagningarhlutfallið til að koma til móts við hækkanir til íbúa en taka skal fram að hækkun á fasteignamati er árleg hækkun sem kemur frá HMS vegna fjölda nýrra íbúða og hækkun á virði fasteigna.

Guðný Birna Guðmundsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon, Sigurrós Antonsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Róbert Guðmundsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Dubliner
Dubliner