Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Viðskipti

Kári Marís nýr forstjóri Algalíf
Þriðjudagur 18. nóvember 2025 kl. 06:48

Kári Marís nýr forstjóri Algalíf

Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar í starf forstjóra Algalífs og tekur hann við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. 

Undir forystu Orra hefur öflugt teymi starfsmanna þróað leiðandi framleiðslutækni og byggt upp eitt af fremstu fyrirtækjum heims á sviði örþörungaræktar og skapað traustan grunn fyrir næstu skref í framþróun félagsins. Algalíf þakkar Orra kærlega fyrir framlag sitt í þágu félagsins. 

Kári er iðnaðarverkfræðingur með meistaragráðu í efnisfræði frá DTU í Danmörku og hefur yfir 15 ára reynslu af alþjóðlegri framleiðslu- og iðnaðarstarfsemi. Kári starfaði nú síðast sem forstjóri PCC Bakka, en leiddi áður söluteymi Elkem ASA sem bar ábyrgð á sölu og markaðsstjórn úr sex verksmiðjum fyrirtækisins í þremur heimsálfum. Þar áður var hann framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Elkem Íslandi. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Stjórnunarreynsla Kára innan alþjóðlegrar framleiðslustarfsemi, þekking hans á stefnumótun og uppbyggingu alþjóðlegs sölustarfs, sem og tæknileg innsýn í framleiðsluferla, falla vel að næsta kafla í sögu Algalífs, þar sem félagið heldur áfram að vaxa og sækja fram á alþjóðlegum mörkuðum, segir í tilkynningu frá Algalíf.

Dubliner
Dubliner