Keflavík sigraði KR örugglega í Bónusdeild kvenna
Keflavíkurkonur tóku á móti KR í gærkvöldi í 8. umferð Bónusdeildar kvenna og unnu öruggan sigur, 86-63. Eftir sigurinn er Keflavík í fjórða sæti með 10 stig eftir fimm sigra og þrjú töp. Njarðvík er efst með 7/1 og Grindavík og Valur eru bæði með 6/2.
Keflavík-KR 86-63 (15-19, 22-17, 28-9, 21-18)
Eins og sést á skorinu var það frábær þriðji leikhluti sem skóp sigurinn, Keflavík vann hann 28-9!
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 24/7 fráköst/7 stolnir, Keishana Washington 21/10 fráköst/5 stolnir, Agnes María Svansdóttir 12/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11, Anna Lára Vignisdóttir 6/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Anna Ingunn Svansdóttir 4, Eva Kristín Karlsdóttir 2/6 fráköst, Oddný Hulda Einarsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0, Lísbet Lóa Sigfúsdóttir 0.
KR: Molly Kaiser 16/6 fráköst, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 14, Eve Braslis 7/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 7/6 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 7/5 fráköst, Arndís Rut Matthíasdóttir 3/4 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 3, Anna María Magnúsdóttir 3, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 2/9 fráköst, Kristrún Edda Kjartansdóttir 1, Helena Haraldsdottir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0.
Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Jakob Árni Ísleifsson, Guðmundur Ragnar Björnsson
Áhorfendur: 122







