Dubliner
Dubliner

Aðsent

Roðagyllum heiminn
Þriðjudagur 25. nóvember 2025 kl. 15:07

Roðagyllum heiminn

Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“ eða Roðagyllum heiminn. 

Í brennidepli í ár er að varpa ljósi á alþjóðlegt samfélagslegt vandamál, stafrænt ofbeldi gegn konum sem á sér stað í öllum heimshlutum og menningarheimum og hvetja til þess að aukin áhersla verði lögð á forvarnir af ýmsu tagi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Nýjar alþjóðlegar rannsóknir sýna að stafrænt ofbeldi gegn konum er útbreitt vandamál.

Stafrænt ofbeldi nær yfir fjölmargar birtingarmyndir  t.d. netáreitni, hatursorðræðu, dreifingu mynda eða myndbanda án samþykkis, fjárkúgun vegna viðkvæms efnis, net-eltihrella,stafræna áreitni og fleira.

Um 40–60 % kvenna hafa einhvern tíma upplifað stafrænt ofbeldi og þar af eru ungar konur á aldrinum 18–35 ára í mestri hættu. 

Soroptimistar um allan heim taka þátt í átakinu Roðagyllum heiminn þar sem ýmsar stofnanir, kirkjur og minnisvarðar eru lýstir upp í appelsínugulu, lit um von og samstöðu. Appelsínugulur varningur er til sölu og fánar dregnir að húni. Á Íslandi starfa um 670 Soroptimistar í 20 klúbbum og munu þeir standa fyrir fjölmörgum viðburðum þessa daga, svo sem ljósagöngum, fræðslufundum og almennri vitundarvakningu um kynbundið stafrænt ofbeldi.

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur hefur líkt og undanfarin ár hvatt stofnanir og fyrirtæki á svæðinu til að kveikja appelsínugul ljós en auk þess mun klúbburinn selja appelsínugul endurskinsmerki og rennur ágóðinn að þessu sinni til Pieta samtakanna.

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur.

Dubliner
Dubliner