Golf í sumarblíðu
Kylfingar suður með sjó hafa verið duglegir síðustu vikurnar eftir að snemmkominn snjór lét sjá sig í lok október en hvarf fljótt. Veður hefur verið með eindæmum gott og kylfingar hafa sótt golfvellina í Leiru og í Sandgerði mjög vel en báðir vellirnir hafa verið með opið á sumarflatir.
Meðal kappa sem hafa nýtt blíðuna eru þremenningarnir Þorsteinn Erlingsson og bræðurnir Einar Guðberg og Lúðvík Gunnarsson.
Þessar myndir voru teknar af þeim nýlega. Lúlli slær á efri myndinni inn á 3. flötina, einbeittur á svip en Steini og Einar eru brosmildir á hinni.





