Átta börn úr Reykjanesbæ í Jólapartíi Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu
Emma Máney Emilsdóttir er ein af 16 börnum sem taka þátt í jólasýningu Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu í ár, en þess má einnig geta að 8 börn úr Reykjanesbæ eru þátttakendur.
Emma Máney er búin að æfa dans í 7 ár og er meðlimur í Ungleikhúsinu. Hún segir þetta vera mikið ævintýri og gaman að vera í svona stórum hópi leikara, söngvara og dansara en meðal annarra í sýningunni eru þau Páll Óskar og Jóhanna Guðrún.
Æfingar hófust 18. maí á einum heitasta degi ársins og nú er loksins komið að frumsýningu sem verður næstkomandi laugardag 22. nóvember.








