ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Verri staða í leikskólamálum en í nágrannasveitarfélögum
Leikskólinn Asparlaut í Reykjanesbæ var tekinn í notkun á árinu. VF/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 25. nóvember 2025 kl. 06:44

Verri staða í leikskólamálum en í nágrannasveitarfélögum

Staðan í leikskólamálum er mun verri í Reykjanesæ en í sambærilegum sveitarfélögum. Í byrjun nóvember voru 134 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Í bókunum minnihlutaflokkanna og meirihlutans er lagt til að gerð verði heildarúttekt á stöðu leikskólamála í Reykjanesbæ en málið var til umræðu á fundi menntaráðs 14. nóvember. 

„Markmið úttektarinnar á stöðu leikskólamála er að kanna möguleika á því að taka börn inn í leikskóla í Reykjanesbæ við 18 mánaða aldur en í dag er miðað við börn sem verða tveggja ára á árinu. Einnig verði skoðað á hvaða aldri börn hafa verið þegar þau hafa fengið úthlutað leikskólaplássi í sveitarfélaginu á yfirstandandi kjörtímabili,“ segir í bókun meirihlutans en jafnframt er bent á nýr leikskóli í Drekadal hafi tekið til starfa með 43 leikskólapláss og 30 verða til viðbótar á árinu 2026. Fullbúinn verður þessi nýi leikskóli í Innri-Njarðvík fyrir 120 börn.

Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót segja í sinni bókun að Reykjavíkurborg hafi reglulega verið gagnrýnd fyrir slæma stöðu í leikskólamálum „en miðað við stöðu biðlista í leikskólum Reykjanesbæjar sem lagður var fram á fundi fræðsluráðs 14. nóvember virðast biðlistar í Reykjanesbæ vera hartnær helmingi lengri en hjá borginni ef miðað er við íbúafjölda,“ segir í bókun þeirra.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Ánægja með breytt fyrirkomulag í vetrarfríum og dymbilviku

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi kynnti niðurstöður kannana sem gerðar voru meðal foreldra og starfsfólks á leikskólum bæjarfélagsins, bæði varðandi skráningardaga í dymbilviku, vetrarfríum og stöðu biðlista. 

Varðandi skráninguna í kringum hátíðir var 79% svarenda ánægður með fyrirkomulagið og fannst það skýrt og auðskilið, 69% fannst skráningarferlið auðvelt og 68% sögðust vera ánægð með fyrirkomulagið.

67% foreldra telja afslátt af leikskólagjöldum sanngjarna hvatningu til að nýta ekki þjónustuna á þessum tímabilum.Viðtökurvoru almennt góðar en svigrúm er til úrbóta varðandi upplýsingagjöf þar sem um 10% svarenda vissi ekki af afslættinum.

Meðal starfsmanna voru flestir svarendur á því að fyrirkomulagið væri árangursríkt og drægi úr álagi og mönnunarvanda. Meira en helmingur sagði fyrirkomulagið hafa jákvæð áhrif á starfsanda.

Dubliner
Dubliner