Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Krakkarnir á Gimli eru snyrtipinnar
Mánudagur 24. nóvember 2025 kl. 10:29

Krakkarnir á Gimli eru snyrtipinnar

Krakkarnir á Leikskólanum Gimli í Njarðvík eru sannkallaðir snyrtipinnar því í hvert skipti sem þau fara í vettvangsferð taka þau ruslapoka með sér og tína upp rusl á sinni göngu. Ein amma sem á barnabörn á Gimli sendi Víkurfréttum línu og vildi koma á framfæri hvað þetta væri til fyrirmyndar hjá krökkunum á Gimli.

„Í hvert skipti sem þau fara í vettvangsferð taka þau ruslapoka með sér. Og mín yngstu 2 barnabörn fóru út að leika um daginn, þá fannst þeim vera of mikið rusl og snéru við til að sækja poka undir rusl. Í gær fór ég með minn yngsta 3 ára út í göngu og við vorum ekki komin langt þegar hann sá dós og við urðum að snúa við til að sækja poka.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Fórum svo í Njarðvíkurskóga og þar var hann með röntgen augu á allt rusl, þegar heim var komið var vel hálfur innkaupapoki af rusli.

Einnig stoppaði hann á leiðinni og hreinsaði laufin ofan af öllum niðurföllum. Þetta finnst mér frábært uppeldi hjá Leikskólanum Gimli.

Mér finnst þetta skemmtilegt og vildi láta ykkur vita,“ sagði amman í tölvupósti til Víkurfrétta.

Dubliner
Dubliner