Ljóðaupplestrar framundan
Gunnhildur Þórðardóttir kynnir nýja ljóðabók Vetrarmyrkur
Gunnhildur Þórðardóttir myndlistarmaður, skáld og kennari gefur út sína sjöundu ljóðabók Vetrarmyrkur. Hún lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiplóma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur tekið þátt í fjölda upplestar og haldið margar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Svavarssafni, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain. Hún er stofnandi listahátíðarinnar Skáldasuðs og fékk hún ljóðaverðlaunin Ljósberann árið 2019. Hún hefur áður gefið út ljóðabækurnar Dóttir drápunnar – ljóð úr djúpinu, Upphafið árstíðarljóð, Næturljóð, Götuljóð, Gerðu það sjálf ljóð -Pönkljóð um lífið og Blóðsteina. Gunnhildur mun taka þátt í eftirfarandi upplestrum og kynna nýju bókina.
Þriðjudag 18. nóvember kl. 20 í Bókasafni Suðurnesjabæjar Sandgerði
Ásamt Skúla Thoroddssyni og Mörtu Eiríksdóttur
Miðvikudag 19. nóvember kl. 17 í Skáldu bókabúð – 7 Skáldkyrjur
Fimmtudag 20. nóvember kl. 17 í Bókaffinu Ármúla og fimmtudag 27. nóvember kl. 20 Bókaffinu Selfoss með jólastemmningu




