Dubliner
Dubliner

Mannlíf

Gangandi gleði og gagnsemi hjá G190 í Vogum
Fimmtudagur 13. nóvember 2025 kl. 09:02

Gangandi gleði og gagnsemi hjá G190 í Vogum

Gönguhópurinn G 190 var stofnaður á dögunum og leggur alltaf upp frá Íþróttahúsi Voga á mánudögum kl. 17:00 – rigning, gola (vindur…) eða sólskin, það skiptir engu máli þegar félagsskapurinn er svona góður!

Frumkvöðull hópsins er Ásta María Guðmundsdóttir, forstöðukona Íþróttamiðstöðvar Voga, sem fékk hugmyndina í Íþróttaviku Evrópu í september sl. Hún vildi skapa vettvang þar sem fólk á öllum aldri gæti sameinað hreyfingu, samveru og gleði og útkoman var þessi hressi hópur sem gengur nú reglulega í góðum gír og með jákvæðu hugarfari.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Það sem gerir G 190 einstakan er að þar mætast kynslóðir og sögur. Eldra Vogafólk hefur frætt það yngra (og aðflutta!) um gömlu húsin, hafnarlífið, sögur af fyrri tíð og örnefni sem annars hefðu gleymst á hraðferð tímans. Því hefur jafnvel verið fleygt að göngurnar séu orðin óformlegt menningarsafn á hreyfingu!

Auk fróðleiks og fjörs fylgir hreyfingin sjálf og eins og máltækið segir:

„Hreyfing er allra meina bót – nema letinnar!“

Gönguhópurinn G 190 er fyrir alla – unga sem aldna, hrausta sem rólega. Það eina sem þarf er skóbúnaður, létt lund og smá forvitni um næst göngu og þann fróðleik sem þar má finna.

Við hvetjum öll áhugasöm til að mæta í Íþróttahúsið á mánudögum kl. 17:00 og ganga með okkur.

Það er ekki bara hollt! Það er líka hressandi, sögulegt og ótrúlega skemmtilegt!

Nánar má less um gönguhópinn hér!

Dubliner
Dubliner